Viðskipti erlent

Vopnasala í heiminum dregst saman í fyrsta sinn frá 1994

Vopnasala í heiminum dróst saman milli áranna 2010 og 2011 en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá árinu 1994. Vopnasalan var 5% minni árið 2011 en árið áður.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu SIPRI-stofnunarinnar í Stokkhólmi. Vopnasalan nam 410 milljörðum dollara þetta ár eða 53.000 milljörðum króna hjá 100 stærstu vopnaframleiðendunum.

Það er einkum niðurskurður til hermála í Bandaríkjunum og Evrópu sem veldur samdrættinum. Af 100 stærstu vopnaframleiðendunum eru 60 í Bandaríkjunum og 29 í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×