Fastur á 200 í klukkutíma Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 15:00 Var kominn 160 km frá heimili sínu þegar bensínið kláraðist. Ætla mætti að hjartað hafi slegið hratt hjá franska ökumanninum Frank Lecerf þegar eldsneytisgjöf bíls hans festist í botni og bíllinn brunaði á 200 km hraða í heilan klukkutíma. Það sem meira var, bensínpedalinn í bíl Frank, Renault Laguna, hafði oft áður staðið fastur. Hann hafði ávallt farið með hann í viðgerð til Renault, þeir haldið bílnum í 2-3 daga og skilað honum aftur með þeim orðum að ekkert væri að bílnum. Lögmaður Frank er nú að undirbúa kæru á hendur Renault fyrirtækinu. Ökuferð hans var skrautleg og reyndu franskir lögreglumenn að greiða fyrir för hans eftir að Frank hafði náð í neyðarlínuna og sagt frá vandræðum sínum. Ökuferðin endaði í skurði, en þá var hann kominn alla leið til Belgíu, um 160 kílómetra frá heimili sínu. Var þá bíllinn reyndar orðinn bensínlaus. Ekkert stoðaði að stíga á hemla bílsins á leiðinni og það varð frekar til þess að auka hraðann en hitt. Eitt gleymdi Frank þó að prófa í öllum hasarnum, en það var að skipta sjálfskiptum bílnum úr "Drive" í "Neutral", en það hefði að öllum líkindum dugað til að hefta för bílsins. Þessari aðferð hafa umferðaröryggisstofnanir mælt helst með í aðstæðum sem þessum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Var kominn 160 km frá heimili sínu þegar bensínið kláraðist. Ætla mætti að hjartað hafi slegið hratt hjá franska ökumanninum Frank Lecerf þegar eldsneytisgjöf bíls hans festist í botni og bíllinn brunaði á 200 km hraða í heilan klukkutíma. Það sem meira var, bensínpedalinn í bíl Frank, Renault Laguna, hafði oft áður staðið fastur. Hann hafði ávallt farið með hann í viðgerð til Renault, þeir haldið bílnum í 2-3 daga og skilað honum aftur með þeim orðum að ekkert væri að bílnum. Lögmaður Frank er nú að undirbúa kæru á hendur Renault fyrirtækinu. Ökuferð hans var skrautleg og reyndu franskir lögreglumenn að greiða fyrir för hans eftir að Frank hafði náð í neyðarlínuna og sagt frá vandræðum sínum. Ökuferðin endaði í skurði, en þá var hann kominn alla leið til Belgíu, um 160 kílómetra frá heimili sínu. Var þá bíllinn reyndar orðinn bensínlaus. Ekkert stoðaði að stíga á hemla bílsins á leiðinni og það varð frekar til þess að auka hraðann en hitt. Eitt gleymdi Frank þó að prófa í öllum hasarnum, en það var að skipta sjálfskiptum bílnum úr "Drive" í "Neutral", en það hefði að öllum líkindum dugað til að hefta för bílsins. Þessari aðferð hafa umferðaröryggisstofnanir mælt helst með í aðstæðum sem þessum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent