Rífast um drægni Tesla 14. febrúar 2013 14:30 Tesla Model S var kjörinn bíll ársins m.a. af tímaritinu Automobile Blaðamaður segir bílinn ekki komast 330 km en Tesla segir hann komast 480 á einni hleðslu. Hversu langt kemstu á rafmagnsbíl? Einmitt um það rífast nú forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla og dagblaðið New York Times. New York Times birti grein þess efnis að Tesla Model S bíllinn kæmist ekki jafn langt á fullri hleðslu og framleiðandinn vildi vera láta. Þar greindi blaðamaður frá því að hann hefði reynt bílinn og hugðist aka honum 330 km leið milli Newark í Delaware og Milford í Connecticut, vegalengd sem hann á léttilega að komast á einni hleðslu. Uppgefin drægni hans frá framleiðanda er 480 kílómetrar. Bílinn fullhlóð hann í Newark en honum fannst þó skrítið að daginn áður sýndi bíllinn að hann ætti eftir rafhleðslu til 21 mílna aksturs, en kalt veður um nóttina hafði sett mælinn í núll. Á leiðinni til Milford tæmdist hleðsla bílsins á hraðbraut og toga varð bílinn að næstu hleðslustöð. Um þetta skrifaði blaðamaðurinn og taldi að Tesla ætti eftir að bæta til að bílar þeirra væru heppilegir til þjóðvegaaksturs. Forstjóri Tesla mótmælir þessari frétt og segir að ökumaðurinn hafi einfaldlega ekki fullhlaðið bílinn og hafi auk þess farið langan aukahring á leið sinni milli staðanna. Því til sönnunar hafi þeir hjá Tesla lesið af tölvu prufubílsins sem sendir upplýsingar til framleiðandans gegnum innbyggt símkerfi í bílnum. Allt er því í hnút milli þessara tveggja aðila og hætt er við því að Tesla auglýsi ekki bíla sína í New York Times í bráð. Rétt er að geta þess að blaðamaður Motor Trend ók Tesla Model S bílnum 340 km leið þrátt fyrir að fara yfir heilan fjallgarð og nota miðstöðina ótæpilega og blaðamaður Automobile ók sama bíl 458 km í sunnanverðri Kaliforníu. Svo eitthvað hefur forstjóri Tesla til síns máls. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Blaðamaður segir bílinn ekki komast 330 km en Tesla segir hann komast 480 á einni hleðslu. Hversu langt kemstu á rafmagnsbíl? Einmitt um það rífast nú forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla og dagblaðið New York Times. New York Times birti grein þess efnis að Tesla Model S bíllinn kæmist ekki jafn langt á fullri hleðslu og framleiðandinn vildi vera láta. Þar greindi blaðamaður frá því að hann hefði reynt bílinn og hugðist aka honum 330 km leið milli Newark í Delaware og Milford í Connecticut, vegalengd sem hann á léttilega að komast á einni hleðslu. Uppgefin drægni hans frá framleiðanda er 480 kílómetrar. Bílinn fullhlóð hann í Newark en honum fannst þó skrítið að daginn áður sýndi bíllinn að hann ætti eftir rafhleðslu til 21 mílna aksturs, en kalt veður um nóttina hafði sett mælinn í núll. Á leiðinni til Milford tæmdist hleðsla bílsins á hraðbraut og toga varð bílinn að næstu hleðslustöð. Um þetta skrifaði blaðamaðurinn og taldi að Tesla ætti eftir að bæta til að bílar þeirra væru heppilegir til þjóðvegaaksturs. Forstjóri Tesla mótmælir þessari frétt og segir að ökumaðurinn hafi einfaldlega ekki fullhlaðið bílinn og hafi auk þess farið langan aukahring á leið sinni milli staðanna. Því til sönnunar hafi þeir hjá Tesla lesið af tölvu prufubílsins sem sendir upplýsingar til framleiðandans gegnum innbyggt símkerfi í bílnum. Allt er því í hnút milli þessara tveggja aðila og hætt er við því að Tesla auglýsi ekki bíla sína í New York Times í bráð. Rétt er að geta þess að blaðamaður Motor Trend ók Tesla Model S bílnum 340 km leið þrátt fyrir að fara yfir heilan fjallgarð og nota miðstöðina ótæpilega og blaðamaður Automobile ók sama bíl 458 km í sunnanverðri Kaliforníu. Svo eitthvað hefur forstjóri Tesla til síns máls.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent