Lexus og Porsche bila minnst Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2013 11:15 Lexus bílar bila minnst samkvæmt könnun J.D. Power Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac tóku dýfu Ár hvert gerir J.D. Power í Bandaríkjunum viðamikla rannsókn á bilanatíðni bíla til að finna út hvaða bílgerðir standa sig best. Ávallt er um að ræða þriggja ára bíla og því voru nú bílar af árgerð 2010 rannsakaðir og fundið út hversu mikið þeir hafi bilað á síðastliðnum 12 mánuðum. Efstu merkin á listanum, eins og reyndar oft áður, urðu Lexus með 71 bilun á hverja 100 bíla og Porsche með 94 bilanir. Meðaltal allra bíla í könnuninni var 126 bilanir. Listi 12 efstu merkjanna var þessi: Lexus 71 Porsche 94 Toyota 112 Lincoln 112 Mercedes Benz 115 Buick 118 Honda 119 Acura 120 Ram 122 Suzuki 122 Mazda 124 Chevrolet 125 Hástökkvarinn á þessum lista var Ram, sem stökk upp um 20 sæti frá könnuninni í fyrra. Mazda og Ford komust á topp 12 listann nú en voru þar ekki í fyrra. Nokkur þekkt merki tóku dýfu á listanum, svo sem Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent
Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac tóku dýfu Ár hvert gerir J.D. Power í Bandaríkjunum viðamikla rannsókn á bilanatíðni bíla til að finna út hvaða bílgerðir standa sig best. Ávallt er um að ræða þriggja ára bíla og því voru nú bílar af árgerð 2010 rannsakaðir og fundið út hversu mikið þeir hafi bilað á síðastliðnum 12 mánuðum. Efstu merkin á listanum, eins og reyndar oft áður, urðu Lexus með 71 bilun á hverja 100 bíla og Porsche með 94 bilanir. Meðaltal allra bíla í könnuninni var 126 bilanir. Listi 12 efstu merkjanna var þessi: Lexus 71 Porsche 94 Toyota 112 Lincoln 112 Mercedes Benz 115 Buick 118 Honda 119 Acura 120 Ram 122 Suzuki 122 Mazda 124 Chevrolet 125 Hástökkvarinn á þessum lista var Ram, sem stökk upp um 20 sæti frá könnuninni í fyrra. Mazda og Ford komust á topp 12 listann nú en voru þar ekki í fyrra. Nokkur þekkt merki tóku dýfu á listanum, svo sem Audi, Volvo, Mitsubishi og Cadillac.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent