Körfubolti

Tveggja troðslu sókn hjá Clippers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er alltaf von á tilþrifun á leikjum Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og það sannaðist heldur betur síðastliðna nótt í sigri Clippers á Philadelphia 76ers. Blake Griffin og DeAndre Jordan tróðu þá báðir með tilþrifum í sömu sókninni.

Blake Griffin byrjaði á því að troða glæsilega í körfuna eftir að hafa skipt um hendi í loftinu en það var líka brotið á honum og fékk hann því vítaskot að auki.

Griffin klikkaði á vítinu en þá mætti DeAndre Jordan, tók sóknafrákastið, og tróð af krafti í körfuna.

Það voru því aðeins nokkrar sekúndur á milli troðslanna og það vel hægt að segja að þetta hafi verið tveggja troðslu sókn hjá Clippers.

Það er hægt að sjá þessa mögnuðu sókn með því að smella hér fyrir neðan.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×