Ólík sala umboðanna til bílaleiga 12. febrúar 2013 13:15 Bílaleigur keyptu 46,5% allra nýrra bíla í fyrra Af öllum seldum Suzuki bílum í fyrra fóru 76,3% þeirra til bílaleiga Í fyrra jafnt sem á undanförnum árum voru bílaleigubílar vænn hluti þeirra nýju bíla sem seldust á árinu. Í allt seldust um 7.900 nýir bílar og 46,5% þeirra voru bílaleigubílar, eða 3.635. Mjög misjafnt er milli bílaumboða hversu hátt hlutfall bílaleigubíla var af sölu þeirra. Eins og sést á meðfylgjandi töflu var það sýnu hæst hjá Suzuki eða 76,3% en lægst hjá Öskju, 31,6%. Seldir bílarBílaleigubílarEinkabílarHlutfall bílaleigubílaHlutfall einkabílaAskja88828160731,6%68%Benni45719326442,2%58%Bernhard42814828034,6%65%BL126949477538,9%61%Brimborg86238947345,1%55%Hekla2007991101649,4%51%Suzuki53540812776,3%24%Toyota132970562453,0%47%Aðrir50262452,0%48%Samtals:782536354190 Hekla seldi flesta en Suzuki með hæst hlutfall Flesta bíla til bílaleiga seldi hinsvegar söluhæsta bílaumboðið, Hekla með 991 bíl og næstflesta Toyota eða 705 og það þriðja er BL með 494 bíla. Þessi röð er sú sama og á við um alla bíla selda á árinu. Fjórða söluhæsta umboðið til bílaleiga er Suzuki en umboðið er það sjötta söluhæsta í heildarsölu en sölulægst í bílum til almennings. Í sölu bíla til almennings er Hekla söluhæst með 1.016 bíla og BL næstsöluhæst með 775 bíla. Toyota seldi 624 bíla til almennings en þónokkuð sölulægst er Suzuki með 127 bíla.Flestir Toyota bílar Forvitnilegt er líka að skoða sölu til bílaleiga milli einstakra bílgerða. Þar trónir hæst Toyota með 705 bíla, Volkswagen 539, Suzuki 408, Skoda 309, Kia 279, Ford 257 og Chevrolet 193 bíla. Hæsta hlutfall nokkurra bílgerðar til bílaleiga er Mitsubishi með 76,7%, þá Suzuki 76,3%, Ford 55,4%, Toyota 53,0%, Nissan 52,3% og Volkswagen 50,6%. Því voru það 6 bílgerðir sem seldust meira til bílaleiga en almennings í fyrra og tvær þeirra í mjög miklum meirihluta.Fáir í lúxusflokki Hjá bílaleigum er oftast fátt lúxusbíla og endurspeglast það í þessum tölum. Af 136 seldum Mercedes Benz bílum voru 2 þeirra bílaleigubílar, eða 1,5%. Af BMW voru 5,4% bílaleigubílar, Volvo 8,5% en þó stingur í stúf að 44,3% seldra Audi bíla voru til bílaleiga. Eitt bílamerki enn selst mjög lítið til bílaleiga en það er Subaru en af 92 seldum nýjum bílum voru aðeins 5 þeirra til bílaleiga, eða 5,4%. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Af öllum seldum Suzuki bílum í fyrra fóru 76,3% þeirra til bílaleiga Í fyrra jafnt sem á undanförnum árum voru bílaleigubílar vænn hluti þeirra nýju bíla sem seldust á árinu. Í allt seldust um 7.900 nýir bílar og 46,5% þeirra voru bílaleigubílar, eða 3.635. Mjög misjafnt er milli bílaumboða hversu hátt hlutfall bílaleigubíla var af sölu þeirra. Eins og sést á meðfylgjandi töflu var það sýnu hæst hjá Suzuki eða 76,3% en lægst hjá Öskju, 31,6%. Seldir bílarBílaleigubílarEinkabílarHlutfall bílaleigubílaHlutfall einkabílaAskja88828160731,6%68%Benni45719326442,2%58%Bernhard42814828034,6%65%BL126949477538,9%61%Brimborg86238947345,1%55%Hekla2007991101649,4%51%Suzuki53540812776,3%24%Toyota132970562453,0%47%Aðrir50262452,0%48%Samtals:782536354190 Hekla seldi flesta en Suzuki með hæst hlutfall Flesta bíla til bílaleiga seldi hinsvegar söluhæsta bílaumboðið, Hekla með 991 bíl og næstflesta Toyota eða 705 og það þriðja er BL með 494 bíla. Þessi röð er sú sama og á við um alla bíla selda á árinu. Fjórða söluhæsta umboðið til bílaleiga er Suzuki en umboðið er það sjötta söluhæsta í heildarsölu en sölulægst í bílum til almennings. Í sölu bíla til almennings er Hekla söluhæst með 1.016 bíla og BL næstsöluhæst með 775 bíla. Toyota seldi 624 bíla til almennings en þónokkuð sölulægst er Suzuki með 127 bíla.Flestir Toyota bílar Forvitnilegt er líka að skoða sölu til bílaleiga milli einstakra bílgerða. Þar trónir hæst Toyota með 705 bíla, Volkswagen 539, Suzuki 408, Skoda 309, Kia 279, Ford 257 og Chevrolet 193 bíla. Hæsta hlutfall nokkurra bílgerðar til bílaleiga er Mitsubishi með 76,7%, þá Suzuki 76,3%, Ford 55,4%, Toyota 53,0%, Nissan 52,3% og Volkswagen 50,6%. Því voru það 6 bílgerðir sem seldust meira til bílaleiga en almennings í fyrra og tvær þeirra í mjög miklum meirihluta.Fáir í lúxusflokki Hjá bílaleigum er oftast fátt lúxusbíla og endurspeglast það í þessum tölum. Af 136 seldum Mercedes Benz bílum voru 2 þeirra bílaleigubílar, eða 1,5%. Af BMW voru 5,4% bílaleigubílar, Volvo 8,5% en þó stingur í stúf að 44,3% seldra Audi bíla voru til bílaleiga. Eitt bílamerki enn selst mjög lítið til bílaleiga en það er Subaru en af 92 seldum nýjum bílum voru aðeins 5 þeirra til bílaleiga, eða 5,4%.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent