Viðskipti erlent

Seldu minkaskinn fyrir 85 milljarða

Öll fyrri sölumet voru slegin á minkakskinnauppboðinu hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahögn sem lauk um helgina.

Alls voru seld skinn fyrir 3,7 milljarða danskra króna eða um 85 milljarða króna á uppboðinu. Þar af seldu íslenskir minkabændur skinn fyrir hátt í 400 milljónir króna.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að nærri 5,7 milljónir skinna hafi selst en um 800 kaupendur komu á uppboðið, þar af 500 frá Kína og Hong Kong.

Verðið á skinnunum hækkaði um 6% að jafnaði frá síðasta uppboði sem haldið var í desember. Reiknað er með að verðið á skinnunum haldist áfram hátt á næstu uppboðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×