Viðskipti erlent

Verðfall á öllum mörkuðum vegna úrslitanna á Ítalíu

Verðfall hefur orðið á helstu hlutabréfamörkuðum heimsins, í gærkvöldi, í nótt og nú í morgun. Ástæðan fyrir þessu verðfalli eru úrslit kosninganna á Ítalíu sem benda til stjórnarkreppu þar í landi.

Bæði Dow Jones og Nasdag vísitölurnar í Bandaríkjunum lækkuðu í kringum 1,5% í gærkvöldi.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um tæp 2,3% í nótt og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1,3%.

Það voru svo rauðar tölur í öllum kauphöllum Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 1,3%, Dax vísitalan í Frankfurt um tæp 1,8% og Cac 40 vísitalan í París hefur lækkað um 2,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×