Körfubolti

Denver skellti Lakers | Frábær sigur hjá Boston

Kobe Bryant var ekki hress.
Kobe Bryant var ekki hress.
LA Lakers náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Dallas því liðið varð að sætta sig við tap gegn Denver í nótt. Góður 13-4 lokakafli Denver sá til þess að liðið landaði sigrinum.

Kobe Bryant skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar en það dugði ekki til. Dwight Howard skoraði 15 stig og tók 14 fráköst í þessum fyrsta tapleik Lakers í fjórum leikjum.

Wilson Chandler var óvænt í liði Denver og hann skoraði 23 stig. Ty Lawson skoraði 22.

Boston spilaði sinn fimmta útileik á sjö dögum í gær og hafði betur eftir framlengdan leik gegn Utah. Doc Rivers, þjálfari Boston, sagði að þetta væri besti sigur liðsins á árinu.

Paul Pierce skoraði 26 stig og Avery Bradley skoraði 18 sem er hans besti árangur í vetur. Kevin Garnett skoraði 13 og tók 10 fráköst.

Gordon Hayward atkvæðamestur í liði Utah með 26 stig.

Úrslit:

Toronto-Washington 84-90

Detroit-Atlanta 103-114

Denver-LA Lakers 119-108

Utah-Boston 107-110





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×