Fannst vanta eitthvað fyrir strákana Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. febrúar 2013 12:30 Sjö stelpur á fjórða ári á viðskiptasviði í Versló gerðu sér lítið fyrir og stofnuðu slaufubúð á Facebook undir nafninu Slaufubarinn. Þar selja þær handgerðar slaufur frá Bandaríkjunum sem eru til bæði for - og sjálfhnýttar. Slaufurnar koma í mörgum útfærslum og henta við hvaða tilefni sem er.,,Þetta er verkefni í rekstarhagfræðikúrs í skólanum í samstarfi við Unga frumkvöðla þar sem okkur var gert að stofna og reka okkar eigið fyrirtæki. Við vorum allar mjög sammála um að okkur langaði til að gera eitthvað tískutengt fyrir stráka, það er svo lítið framboð af slíku hér heima. Við fórum að grennslast fyrir um hvað það væri sem strákarnir væru að leitast eftir og bróðir einnar okkar kom með slaufuhugmyndina. Hann sagði að þær væru mikið í tísku en að það væri erfitt að finna þær á góðu verði", segir Eydís Ýr Jónsdóttir um hugmyndina að Slaufubarnum.Slaufur eru inn hjá karlpeningnum þessa dagana.Hvaðan koma slaufurnar? ,,Við settum okkur í samband við byrgja í Bandaríkjunum sem gerir þessar fallegu handgerðu slaufur. Svo prentuðum við út myndir og gerðum könnun meðal stráka í skólanum um hvaða slaufur væru flottastar og pöntuðum inn þær sem urðu ofan á í kosningunum. Þetta eru yfir tuttugu tegundir".Falleg slaufa frá Slaufubarnum.Hvernig hafa viðbrögðin verið? ,,Ótrúlega góð og jákvæð! Það virðist vera mikil eftirspurn eftir slaufunum og sumir leggja meira að segja inn pantanir fyrir mörgum í einu, en slaufurnar kostar 3.990 kr stykkið. Þetta er æðislegt verkefni og við erum alveg á fullu í þessu núna. Við erum mjög spenntar fyrir þessu öllu saman", segir Eydís að lokum.Hér er hægt að heimsækja Slaufubarinn á Facebook. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sjö stelpur á fjórða ári á viðskiptasviði í Versló gerðu sér lítið fyrir og stofnuðu slaufubúð á Facebook undir nafninu Slaufubarinn. Þar selja þær handgerðar slaufur frá Bandaríkjunum sem eru til bæði for - og sjálfhnýttar. Slaufurnar koma í mörgum útfærslum og henta við hvaða tilefni sem er.,,Þetta er verkefni í rekstarhagfræðikúrs í skólanum í samstarfi við Unga frumkvöðla þar sem okkur var gert að stofna og reka okkar eigið fyrirtæki. Við vorum allar mjög sammála um að okkur langaði til að gera eitthvað tískutengt fyrir stráka, það er svo lítið framboð af slíku hér heima. Við fórum að grennslast fyrir um hvað það væri sem strákarnir væru að leitast eftir og bróðir einnar okkar kom með slaufuhugmyndina. Hann sagði að þær væru mikið í tísku en að það væri erfitt að finna þær á góðu verði", segir Eydís Ýr Jónsdóttir um hugmyndina að Slaufubarnum.Slaufur eru inn hjá karlpeningnum þessa dagana.Hvaðan koma slaufurnar? ,,Við settum okkur í samband við byrgja í Bandaríkjunum sem gerir þessar fallegu handgerðu slaufur. Svo prentuðum við út myndir og gerðum könnun meðal stráka í skólanum um hvaða slaufur væru flottastar og pöntuðum inn þær sem urðu ofan á í kosningunum. Þetta eru yfir tuttugu tegundir".Falleg slaufa frá Slaufubarnum.Hvernig hafa viðbrögðin verið? ,,Ótrúlega góð og jákvæð! Það virðist vera mikil eftirspurn eftir slaufunum og sumir leggja meira að segja inn pantanir fyrir mörgum í einu, en slaufurnar kostar 3.990 kr stykkið. Þetta er æðislegt verkefni og við erum alveg á fullu í þessu núna. Við erum mjög spenntar fyrir þessu öllu saman", segir Eydís að lokum.Hér er hægt að heimsækja Slaufubarinn á Facebook.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira