Saab 9-3 sem aldrei var framleiddur 23. febrúar 2013 12:15 Þrír nýir Saab bílar voru í þróun þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. Þegar litið er aftur til hægs og sársaukafulls dauðdaga Saab er nær ómögulegt að gera slíkt án þess að hugsa til þess hvernig framtíðarbílar Saab hefðu orðið. Hér má einmitt sjá það, en á myndinni er sá 9-3 bíll sem leyst hefði á hólmi síðasta 9-3 framleiðslubíl. Þessi bíll, sem var í þróun hafði fengið nafnið 9-3 Phoenix og var teiknaður af Jason Castriota. Hann hafði það hlutverk að hanna bíla sem skírskotuðu til fyrra útlits Saab bíla en áttu að taka mun styttri tíma og kosta minna í þróun en almennt gerist með bíla. Þessi 9-3 bíll hefði komið í sölu árið 2014, ef örlög Saab hefðu orðið á annan veg. Castriota náði að hanna þennan bíl, auk blæjuútgáfu hans og til stóð að hefja þróun sportbíls með 2+2 sætaskipan, en hann náði ekki mikið lengra en á hugmyndastigið. Hann hafði þó eignast nafnið Sonnett og eitt tilraunaeintak var smíðað af bílnum. Það var sýnt á bílasýningunni í Genf árið 2011 og sést hann á myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent
Þrír nýir Saab bílar voru í þróun þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. Þegar litið er aftur til hægs og sársaukafulls dauðdaga Saab er nær ómögulegt að gera slíkt án þess að hugsa til þess hvernig framtíðarbílar Saab hefðu orðið. Hér má einmitt sjá það, en á myndinni er sá 9-3 bíll sem leyst hefði á hólmi síðasta 9-3 framleiðslubíl. Þessi bíll, sem var í þróun hafði fengið nafnið 9-3 Phoenix og var teiknaður af Jason Castriota. Hann hafði það hlutverk að hanna bíla sem skírskotuðu til fyrra útlits Saab bíla en áttu að taka mun styttri tíma og kosta minna í þróun en almennt gerist með bíla. Þessi 9-3 bíll hefði komið í sölu árið 2014, ef örlög Saab hefðu orðið á annan veg. Castriota náði að hanna þennan bíl, auk blæjuútgáfu hans og til stóð að hefja þróun sportbíls með 2+2 sætaskipan, en hann náði ekki mikið lengra en á hugmyndastigið. Hann hafði þó eignast nafnið Sonnett og eitt tilraunaeintak var smíðað af bílnum. Það var sýnt á bílasýningunni í Genf árið 2011 og sést hann á myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent