Nýtt sýnishorn úr Ófeigur gengur aftur 21. febrúar 2013 17:15 Senn styttist í frumsýningu gamansömu draugamyndarinnar Ófeigur gengur aftur eftir Ágúst Guðmundsson. Framleiðendur myndarinnar sendu nú í vikunni frá sér nýtt sýnishorn úr henni. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið, hinn nýlátna Ófeig sem gengur aftur. Hann er faðir Önnu Sólar, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns, sem Gísli Örn Garðarsson leikur. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Með önnur hlutverk í myndinni fara Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Greinilegt er að tæknibrellur eru áberandi í myndinni og vel heppnaðar en það er Jörundur Rafn Arnarsson sem myndbrellumeistari myndarinnar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri, sem samdi einnig handritið. Ófeigur gengur aftur verður frumsýnd um páskana, eða 29. mars næstkomandi. Hægt er að sjá nýja sýnishornið í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis. Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Senn styttist í frumsýningu gamansömu draugamyndarinnar Ófeigur gengur aftur eftir Ágúst Guðmundsson. Framleiðendur myndarinnar sendu nú í vikunni frá sér nýtt sýnishorn úr henni. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið, hinn nýlátna Ófeig sem gengur aftur. Hann er faðir Önnu Sólar, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns, sem Gísli Örn Garðarsson leikur. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Með önnur hlutverk í myndinni fara Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Greinilegt er að tæknibrellur eru áberandi í myndinni og vel heppnaðar en það er Jörundur Rafn Arnarsson sem myndbrellumeistari myndarinnar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri, sem samdi einnig handritið. Ófeigur gengur aftur verður frumsýnd um páskana, eða 29. mars næstkomandi. Hægt er að sjá nýja sýnishornið í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.
Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira