Ofbeldi er skemmtilegt ef það er í plati 21. febrúar 2013 16:30 Leikhópurinn Sticks and Stones samanstendur af leikstjóranum Tryggva Gunnarssyni, leikurunum Ingrid Rusten frá Noregi, Piet Gitz-Johansen frá Danmörku og senógrafernum Lisa Hjalmarson frá Svíþjóð. Undanfarna tvo mánuði hafa meðlimir leikhópsins Sticks and Stones velt fyrir sér spurningum um ofbeldi, ásamt því að dunda sér við að deyja og drepa hvorn annan á sviðinu. Á morgun frumsýnir hópurinn sýninguna Punch í rými Leikfélags Akureyrar. Það fjallar um gleðina sem fólgin er í sviðsettu ofbeldi, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að horfa á það. „Ofbeldi er hræðilegt, hver sem birtingamynd þess er," segir Tryggvi Gunnarsson leikstjóri. „En samt höfum við ótrúlega gaman af því, ef það er allt í plati. Og okkur finnst ekki síðra að fá að framkvæma það á sviðinu. En hvenær gengur leikurinn of langt? Við reynum að komast að því hvar mörkin liggja." Punch byggir á aldagamla leikritinu „Sorglega gamansagan eða gamansama sorgarsagan af Punch og Judy". Söguþráðurinn þess er einfaldlega sá að Punch drepur alla þá sem á vegi hans verða. Hann hefst handa á eigin barni, og endar á því að drepa sjálfan djöfulinn. „Þetta er ekki falleg saga, það er óhætt að segja það. Og ótrúlegt að upprunalega var Punch ætlaður börnum," segir Tryggvi. „En við förum aðra leið og þó við veljum að sýna ofbeldið á ögn nýstárlegri hátt er sýningin alls ekki ætluð ungum og óhörnuðum." Leikhópurinn Sticks and Stones samanstendur af leikstjóranum Tryggva Gunnarssyni, leikurunum Ingrid Rusten frá Noregi, Piet Gitz-Johansen frá Danmörku og senógrafernum Lisu Hjalmarson frá Svíþjóð. „Verkið er á ensku, enda höfum við öll mismunandi móðurmál," segir Tryggvi. „En það tala allir sama tungumálið er kemur að ofbeldi. Þar að auki höfum við valið sjónræna nálgun á viðfangsefnið, enda miklu skemmtilegra að horfa á ofbeldi en bara tala um það." Sýningar verða á Akureyri helgina 22. til 24. febrúar og svo í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi 28. til 4. mars. Sýningar verða þar að auki í Noregi og Danmörku í sumar. Menning Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Undanfarna tvo mánuði hafa meðlimir leikhópsins Sticks and Stones velt fyrir sér spurningum um ofbeldi, ásamt því að dunda sér við að deyja og drepa hvorn annan á sviðinu. Á morgun frumsýnir hópurinn sýninguna Punch í rými Leikfélags Akureyrar. Það fjallar um gleðina sem fólgin er í sviðsettu ofbeldi, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að horfa á það. „Ofbeldi er hræðilegt, hver sem birtingamynd þess er," segir Tryggvi Gunnarsson leikstjóri. „En samt höfum við ótrúlega gaman af því, ef það er allt í plati. Og okkur finnst ekki síðra að fá að framkvæma það á sviðinu. En hvenær gengur leikurinn of langt? Við reynum að komast að því hvar mörkin liggja." Punch byggir á aldagamla leikritinu „Sorglega gamansagan eða gamansama sorgarsagan af Punch og Judy". Söguþráðurinn þess er einfaldlega sá að Punch drepur alla þá sem á vegi hans verða. Hann hefst handa á eigin barni, og endar á því að drepa sjálfan djöfulinn. „Þetta er ekki falleg saga, það er óhætt að segja það. Og ótrúlegt að upprunalega var Punch ætlaður börnum," segir Tryggvi. „En við förum aðra leið og þó við veljum að sýna ofbeldið á ögn nýstárlegri hátt er sýningin alls ekki ætluð ungum og óhörnuðum." Leikhópurinn Sticks and Stones samanstendur af leikstjóranum Tryggva Gunnarssyni, leikurunum Ingrid Rusten frá Noregi, Piet Gitz-Johansen frá Danmörku og senógrafernum Lisu Hjalmarson frá Svíþjóð. „Verkið er á ensku, enda höfum við öll mismunandi móðurmál," segir Tryggvi. „En það tala allir sama tungumálið er kemur að ofbeldi. Þar að auki höfum við valið sjónræna nálgun á viðfangsefnið, enda miklu skemmtilegra að horfa á ofbeldi en bara tala um það." Sýningar verða á Akureyri helgina 22. til 24. febrúar og svo í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi 28. til 4. mars. Sýningar verða þar að auki í Noregi og Danmörku í sumar.
Menning Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira