Viðskipti erlent

Ekkert lát á veislunni á Wall Street

Ekkert lát er á veislunni á Wall Street þessa dagana. Dow Jones vísitalan hefur slegið met þrjá daga í röð og í gærkvöld var hún komin í 14.330 stig.

Vísitalan fór yfir fyrra hámark sitt frá seinni hluta ársins 2007 á þriðjudaginn var. Síðan hefur hún hækkað og hækkað.

Það sem einkum veldur þessum hækkunum eru jákvæðar efnahagstölur í Bandaríkjunum í vikunni einkum þegar kemur að vinnumarkaðinum en störfum fjölgaði umfram spár í febrúar og kaupmáttur jókst hjá launafólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×