Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. mars 2013 08:00 Kerið er einn af fallegri veiðistöðum Gljúfurár. Mynd / Svavar Hávarðsson. Mæla á upp allar bakkalengdir við Gljúfurá í Borgarfirði vegna nýrrar arðskrár fyrir landeigendur við ánna. Það var félagsfundur í Veiðifélagi Gljúfurár sem ákvað að þessar bakkamælingar verði gerðar. Bakkarnir í hverri jörð fyrir sig við ánna verða mældir og niðurstöðurnar nýttar í nýju arðskránna. Mælingarnar munu fara fram í samstarfi við hvern landeiganda. Birna Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Gljúfurár (og formaður Veiðifélags Norðurár reyndar líka) segir núverandi arðskrá komna vel til ára sinna. Því sé talið eðlilegt að endurnýja matið á hlut hverrar jarðar í veiðiréttindum árinnar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur Gljúfurá á leigu og selur í hana veiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði
Mæla á upp allar bakkalengdir við Gljúfurá í Borgarfirði vegna nýrrar arðskrár fyrir landeigendur við ánna. Það var félagsfundur í Veiðifélagi Gljúfurár sem ákvað að þessar bakkamælingar verði gerðar. Bakkarnir í hverri jörð fyrir sig við ánna verða mældir og niðurstöðurnar nýttar í nýju arðskránna. Mælingarnar munu fara fram í samstarfi við hvern landeiganda. Birna Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Gljúfurár (og formaður Veiðifélags Norðurár reyndar líka) segir núverandi arðskrá komna vel til ára sinna. Því sé talið eðlilegt að endurnýja matið á hlut hverrar jarðar í veiðiréttindum árinnar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur Gljúfurá á leigu og selur í hana veiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði