Gerbreyttur Suzuki SX4 Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2013 08:45 Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent
Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent