Veiðileyfi á kvikmyndahátíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2013 08:30 Verðlaunamyndin Predator verður sýnd á Rise-kvikmyndahátíðinni á fimmtudagskvöld. Á hátíðinni kynna veiðileyfasalar leyfi sem laus eru næsta sumar. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fluguveiðikvikmyndahátíðinni RISE verður margt á boðstólum í anddyri í Bíó Paradís frá því húsið opnar klukkan sjö. "Veiðiþjónustan Strengir verður á staðnum og kynnir fyrir okkur þær ár sem þeir eru í forsvari fyrir, Veiðifélagið Hreggnasi kemur líka og verður með kynningu á ánum sínum ásamt því að Veiðifélagið Lax-á verður á staðnum og færir okkur í sannleikann um vatnasvæðin sem þeir ráða yfir," segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að kynning verði á hluta af því DVD úrvali sem nú er á hinum árlega Veiðibóka- og DVD markaði og að hægt að kaupa fluguveiðimyndir á staðnum. Sýning á myndinni Predator frá Gin Clear Media hefst klukkan átta. Er þar fylgst með fluguveiðmönnum eltast við stærstu fiska sem flugustangir ráða við. Væntanlega spillir ekki fyrir stemningunni að í hléi verð dregnir út happdrættismiðar þar sem veiðileyfi, gjafabréf og fleira. Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði
Verðlaunamyndin Predator verður sýnd á Rise-kvikmyndahátíðinni á fimmtudagskvöld. Á hátíðinni kynna veiðileyfasalar leyfi sem laus eru næsta sumar. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fluguveiðikvikmyndahátíðinni RISE verður margt á boðstólum í anddyri í Bíó Paradís frá því húsið opnar klukkan sjö. "Veiðiþjónustan Strengir verður á staðnum og kynnir fyrir okkur þær ár sem þeir eru í forsvari fyrir, Veiðifélagið Hreggnasi kemur líka og verður með kynningu á ánum sínum ásamt því að Veiðifélagið Lax-á verður á staðnum og færir okkur í sannleikann um vatnasvæðin sem þeir ráða yfir," segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að kynning verði á hluta af því DVD úrvali sem nú er á hinum árlega Veiðibóka- og DVD markaði og að hægt að kaupa fluguveiðimyndir á staðnum. Sýning á myndinni Predator frá Gin Clear Media hefst klukkan átta. Er þar fylgst með fluguveiðmönnum eltast við stærstu fiska sem flugustangir ráða við. Væntanlega spillir ekki fyrir stemningunni að í hléi verð dregnir út happdrættismiðar þar sem veiðileyfi, gjafabréf og fleira.
Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði