Svona á að forðast hraðasektir 3. mars 2013 13:00 Bragð hans gekk upp í 13 ár en hlaut að komast upp Tilkynnti um þjófnað á bíl sínum í hvert skipti sem hann fékk hraðasekt. Það eru ekki allir eins frumlegir og ástralski ökumaðurinn sem brá á það ráða að tilkynna þjófnað á bíl sínum til að forðast að greiða hraðasektir sem honum hafði borist. Það liggur í augum uppi að hann getur ekki verið undir stýri bílsins ef honum hefur verið stolið áður. Auðvitað voru tilkynningar hans um bílaþjófnaðina ávallt uppspuni, en frumlegur uppspuni þó. Þetta bragð hans virkaði mjög lengi en kannski mátti ekki búast við því að það gengi upp 21 sinni í röð, sem reyndar spannaði heil 13 ár. Að lokum játaði ökumaðurinn, Mario Hili, að hafa blekkt lögregluna til að sleppa við sektirnar og var hann í staðinn sektaður um 2.500 ástralska dollar, en hann slapp þó við að fá punkta í ökuskírteinið sitt. Þó hann sé nú nokkru fátækari getur hann enn ekið bíl sínum, en kannski verður það örlítið hægar en áður. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent
Tilkynnti um þjófnað á bíl sínum í hvert skipti sem hann fékk hraðasekt. Það eru ekki allir eins frumlegir og ástralski ökumaðurinn sem brá á það ráða að tilkynna þjófnað á bíl sínum til að forðast að greiða hraðasektir sem honum hafði borist. Það liggur í augum uppi að hann getur ekki verið undir stýri bílsins ef honum hefur verið stolið áður. Auðvitað voru tilkynningar hans um bílaþjófnaðina ávallt uppspuni, en frumlegur uppspuni þó. Þetta bragð hans virkaði mjög lengi en kannski mátti ekki búast við því að það gengi upp 21 sinni í röð, sem reyndar spannaði heil 13 ár. Að lokum játaði ökumaðurinn, Mario Hili, að hafa blekkt lögregluna til að sleppa við sektirnar og var hann í staðinn sektaður um 2.500 ástralska dollar, en hann slapp þó við að fá punkta í ökuskírteinið sitt. Þó hann sé nú nokkru fátækari getur hann enn ekið bíl sínum, en kannski verður það örlítið hægar en áður.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent