Viðskipti erlent

Moskva er höfuðborg milljarðamæringa heimsins

Moskva er höfuðborg milljarðamæringa heimsins, það er milljarðamæringa í dollurum talið. Í Moskvu búa 76 milljarðamæringar en næst á eftir kemur New York með 70 milljarðamæringa og síðan Hong Kong með 54 milljarðamæringa.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt tímaritsins Hurun Report um auðugustu einstaklinga heimins. Alisher Usmanov, einn eigenda fótboltaliðsins Arsenal, er auðugasti Moskvubúinn en hann á um 19 milljarða dollara.

Usmanov kemur við sögu í rannsóknarskýrslu Alþingis, en gögn eru til um fyrirhugaðar lánveitingar upp á 280 milljarða króna sem hann gat fengið hjá Kaupþingi haustið 2008 rétt fyrir hrun bankans. Engar skýringar hafa fengist á þessum fyrirhuguðu lánveitingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×