Audi fjölgar sýningarsölum með sýndarveruleika Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2013 15:46 Þar virða kaupendur fyrir sér útlit draumabílsins á risaskjá og breyta honum að vild. Hvað gera bílaframleiðendur sem ekki hafa pláss fyrir breiða vörulínu sína í dýru húsnæði stærstu borganna? Þeir setja upp sýningarsali með sýndarveruleika á fáum fermetrum. Þar geta áhugasamir kaupendur skoðað draumabíl sinn og valið allar hugsanlegar útfærslur bíla sinna. Þeir geta fengið að sjá nákvæmt útlit þeirra á risavöxnum skjám og breytt þeim eftir geðþótta. Audi hefur áætlanir um uppsetningu 20 slíkra sala viðsvegar um heiminn og hefur tekið tvo þeirra í notkun nú þegar, þann fyrsta í London og fyrir stuttu opnaði annar í Peking. Í fyrra tók BMW slíkan sal í notkun í París og þar á bæ verður brátt tilkynnt um opnum fleirri slíkra. Mercedes Benz hefur opnað einn svona sal í Mílanó. Þessi aðferð sparar fyrirtækjunum mikið fé og er líklega framtíðin í kynningu og sölu þeirra á bílum. Engu að síður kostaði salur BMW í París 11 milljónir Evra, en í honum getur fólk virt fyrir sér bíla BMW í þrívídd á samtals 94 fermetra flötum. Forsvarsmenn Audi segja að sala bíla þeirra í þeirra fyrstu tveimur sölum hafi farið framúr þeirra björtustu vonum og því er eðlilegt að til standi að fjölga þeim ört á næstunni. BMW segir að starfsfólkið í þessum sölum séu ungt og mjög tæknilega hæft, með mikla tölvuþekkingu. Starfsfólkið stjórnar sýndarveruleikabúnaðinum með iPad tölvur í hönd. Cadillac og Lexus ætla að fara sömu brautir og eru komin í startholurnar með opnum samskonar sýningarsala. Næstu borgirnar sem Audi ætla að opna slíka sali í eru Berlín, Shanghai, París, Róm, Moskva og New York. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent
Þar virða kaupendur fyrir sér útlit draumabílsins á risaskjá og breyta honum að vild. Hvað gera bílaframleiðendur sem ekki hafa pláss fyrir breiða vörulínu sína í dýru húsnæði stærstu borganna? Þeir setja upp sýningarsali með sýndarveruleika á fáum fermetrum. Þar geta áhugasamir kaupendur skoðað draumabíl sinn og valið allar hugsanlegar útfærslur bíla sinna. Þeir geta fengið að sjá nákvæmt útlit þeirra á risavöxnum skjám og breytt þeim eftir geðþótta. Audi hefur áætlanir um uppsetningu 20 slíkra sala viðsvegar um heiminn og hefur tekið tvo þeirra í notkun nú þegar, þann fyrsta í London og fyrir stuttu opnaði annar í Peking. Í fyrra tók BMW slíkan sal í notkun í París og þar á bæ verður brátt tilkynnt um opnum fleirri slíkra. Mercedes Benz hefur opnað einn svona sal í Mílanó. Þessi aðferð sparar fyrirtækjunum mikið fé og er líklega framtíðin í kynningu og sölu þeirra á bílum. Engu að síður kostaði salur BMW í París 11 milljónir Evra, en í honum getur fólk virt fyrir sér bíla BMW í þrívídd á samtals 94 fermetra flötum. Forsvarsmenn Audi segja að sala bíla þeirra í þeirra fyrstu tveimur sölum hafi farið framúr þeirra björtustu vonum og því er eðlilegt að til standi að fjölga þeim ört á næstunni. BMW segir að starfsfólkið í þessum sölum séu ungt og mjög tæknilega hæft, með mikla tölvuþekkingu. Starfsfólkið stjórnar sýndarveruleikabúnaðinum með iPad tölvur í hönd. Cadillac og Lexus ætla að fara sömu brautir og eru komin í startholurnar með opnum samskonar sýningarsala. Næstu borgirnar sem Audi ætla að opna slíka sali í eru Berlín, Shanghai, París, Róm, Moskva og New York.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent