Hagaskóli slær í gegn Ellý Ármanns skrifar 17. mars 2013 09:45 Myndir/Heiðdís Einarsdóttir Meðfylgjandi myndir tók Heiðdís Einarsdóttir baksviðs hjá nemendum Hagaskóla sem hafa slegið í gegn með söngleikinn Konungur ljónanna í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur leiklistarkennara við skólann en tónlistarstjóri er Björn Thorarensen. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og aukasýningarnar að sama skapi."Við byrjuðum að vinna að þessu verkefni snemma í haust og æfingar hófust í október. Það taka yfir 100 krakkar í 8.-10. bekk þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, en 71 taka beinan þátt í sýningunni eða 50 leikarar sem dansa, syngja og leika og svo eru 21 nemandi í hljómsveitinni. Yfir 30 nemendur hafa svo tekið þátt í leikmynd, búningum, ljósum, hljóði, förðun, hári, hönnun á leikskrá og veggspjaldi og ýmsu fleiru," segir Sigríður.En búningarnir í sýningunni - þeir eru vægast sagt glæsilegir? "Allir búningar sýningarinnar, yfir 100 búningar eru saumaðir eða föndraðir af nemendum undir leiðsögn Gunnhildar Ólafsdóttur myndlistarkennara við skólann, auk þess sem foreldrar voru duglegir að koma og aðstoða," Sigríður."Handritið var unnið úr kvikmyndinni og Broadway söngleiknum og við notum nær öll lögin úr Broadway söngleiknum, ég held við sleppum tveimur – þremur lögum. Árni Friðriksson kennari við skólann þýddi handritið og söngtextana, nema þá texta sem eru í kvikmyndinni, við notum þýðingu Ólafs Hauks á þeim," segir Sigríður.Þetta er áttundi söngleikurinn sem Sigríður Birna setur upp með nemendum skólans frá því árið 2004.Heimasíða Hagaskóla.Myndir/Heiðdís EinarsdóttirÍ sýningunni eru 11 stór dansatriði og það eru nemendur úr leikarahópnum sem hafa samið dansana.Mikið af lögum í sýningunni er á afríska tungumálinu Zulu og því þurftu krakkarnir að læra að syngja lög sem voru þeim mjög framandi.Björn Thorarensen og hljómsveitin eru hér að bíða eftir að ganga inn í sýningarsalinn rétt áður en sýningin hefst. Menning Skroll-Lífið Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Meðfylgjandi myndir tók Heiðdís Einarsdóttir baksviðs hjá nemendum Hagaskóla sem hafa slegið í gegn með söngleikinn Konungur ljónanna í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur leiklistarkennara við skólann en tónlistarstjóri er Björn Thorarensen. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og aukasýningarnar að sama skapi."Við byrjuðum að vinna að þessu verkefni snemma í haust og æfingar hófust í október. Það taka yfir 100 krakkar í 8.-10. bekk þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, en 71 taka beinan þátt í sýningunni eða 50 leikarar sem dansa, syngja og leika og svo eru 21 nemandi í hljómsveitinni. Yfir 30 nemendur hafa svo tekið þátt í leikmynd, búningum, ljósum, hljóði, förðun, hári, hönnun á leikskrá og veggspjaldi og ýmsu fleiru," segir Sigríður.En búningarnir í sýningunni - þeir eru vægast sagt glæsilegir? "Allir búningar sýningarinnar, yfir 100 búningar eru saumaðir eða föndraðir af nemendum undir leiðsögn Gunnhildar Ólafsdóttur myndlistarkennara við skólann, auk þess sem foreldrar voru duglegir að koma og aðstoða," Sigríður."Handritið var unnið úr kvikmyndinni og Broadway söngleiknum og við notum nær öll lögin úr Broadway söngleiknum, ég held við sleppum tveimur – þremur lögum. Árni Friðriksson kennari við skólann þýddi handritið og söngtextana, nema þá texta sem eru í kvikmyndinni, við notum þýðingu Ólafs Hauks á þeim," segir Sigríður.Þetta er áttundi söngleikurinn sem Sigríður Birna setur upp með nemendum skólans frá því árið 2004.Heimasíða Hagaskóla.Myndir/Heiðdís EinarsdóttirÍ sýningunni eru 11 stór dansatriði og það eru nemendur úr leikarahópnum sem hafa samið dansana.Mikið af lögum í sýningunni er á afríska tungumálinu Zulu og því þurftu krakkarnir að læra að syngja lög sem voru þeim mjög framandi.Björn Thorarensen og hljómsveitin eru hér að bíða eftir að ganga inn í sýningarsalinn rétt áður en sýningin hefst.
Menning Skroll-Lífið Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira