Kínverskar flugáhafnir selja bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 12:30 Sannarlega nýlunda í bílasölu í heiminum Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent