Ótrúlegur árangur Audi Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2013 08:45 Audi Q5 var einn þeirra Audi bíla sem lesendur Auto Bild settu efstan í sínum flokki. Lesendur Auto Bild völdu Audi bíla þá bestu í 10 flokkum af 13. Þýska bílatímaritið Auto Bild fær lesendur sína árlega til að velja besta bílinn að þeirra mati í hverjum flokki. Lesendurnir sem tóku þátt í valinu að þessu sinni voru 100.000 talsins, svo mikið mark er tekið á valinu. Flokkarnir eru 13 talsins og urðu 10 mismunandi gerðir Audi bíla efstir í 10 flokkum. Voru það bílgerðirnar A3, A4, A5, A6, A7, A8, TT, Q3, Q5 og Audi Q7. Það sem lagt var til grundvallar við val lesendanna var gæði, hönnun og verð. Verður þessi árangur að teljast algerlega með ólíkindum. Þá fékk Audi A3 bíllinn verðlaunin 2013 World Car of the Year nýlega. Þau verðlaun hafa verið veitt frá árinu 2005. Bílarannsóknafyrirtækið DEKRA tilkynnti í síðasta mánuði um þann bíl sem bilaði minnst allra bíla. Sigurvegarinn var Audi A4 og er þetta fimmta árið í röð sem Audi bíll hlýtur þessa viðurkenningu, en A1, A5, TT og Q5 hafa hlotið hana sl. 4 ár. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent
Lesendur Auto Bild völdu Audi bíla þá bestu í 10 flokkum af 13. Þýska bílatímaritið Auto Bild fær lesendur sína árlega til að velja besta bílinn að þeirra mati í hverjum flokki. Lesendurnir sem tóku þátt í valinu að þessu sinni voru 100.000 talsins, svo mikið mark er tekið á valinu. Flokkarnir eru 13 talsins og urðu 10 mismunandi gerðir Audi bíla efstir í 10 flokkum. Voru það bílgerðirnar A3, A4, A5, A6, A7, A8, TT, Q3, Q5 og Audi Q7. Það sem lagt var til grundvallar við val lesendanna var gæði, hönnun og verð. Verður þessi árangur að teljast algerlega með ólíkindum. Þá fékk Audi A3 bíllinn verðlaunin 2013 World Car of the Year nýlega. Þau verðlaun hafa verið veitt frá árinu 2005. Bílarannsóknafyrirtækið DEKRA tilkynnti í síðasta mánuði um þann bíl sem bilaði minnst allra bíla. Sigurvegarinn var Audi A4 og er þetta fimmta árið í röð sem Audi bíll hlýtur þessa viðurkenningu, en A1, A5, TT og Q5 hafa hlotið hana sl. 4 ár.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent