Fjögurra strokka Mustang Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2013 13:45 Ætlaður í fyrstu aðeins fyrir Evrópumarkað. Flestir tengja Ford Mustang við stórar og aflmiklar 8 strokka velar sem fara óspart með sopann. Ford áformar hinsvegar að bjóða brátt sportbílinn klassíska með fjögurra strokka vél. Þó svo strokkarnir verði ekki margir er vélin enginn aukvisi því hún á að skila meira afli en 6 strokka vélin sem nú er í boði í bílnum, en hún er 305 hestöfl. Fjögurra strokka vélin verður með 2,3 lítra sprengirými og af EcoBoost gerð, eins og í mörgum bílum Ford í dag. Ford mun áfram bjóða Mustang með 8 strokka vél, en hún skilar yfir 400 hestöflum í GT gerð bílsins. Búist er við því að fjögurra strokka bíllinn verði boðinn með beinskiptingu auk sjálfskiptingar með flipaskiptingu í stýri. Heimildir herma að bíllinn sé ætlaður til sölu í Evrópu, í fyrstu að minnsta kosti en verði svo hugsanlega líka í boði vestanhafs. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent
Ætlaður í fyrstu aðeins fyrir Evrópumarkað. Flestir tengja Ford Mustang við stórar og aflmiklar 8 strokka velar sem fara óspart með sopann. Ford áformar hinsvegar að bjóða brátt sportbílinn klassíska með fjögurra strokka vél. Þó svo strokkarnir verði ekki margir er vélin enginn aukvisi því hún á að skila meira afli en 6 strokka vélin sem nú er í boði í bílnum, en hún er 305 hestöfl. Fjögurra strokka vélin verður með 2,3 lítra sprengirými og af EcoBoost gerð, eins og í mörgum bílum Ford í dag. Ford mun áfram bjóða Mustang með 8 strokka vél, en hún skilar yfir 400 hestöflum í GT gerð bílsins. Búist er við því að fjögurra strokka bíllinn verði boðinn með beinskiptingu auk sjálfskiptingar með flipaskiptingu í stýri. Heimildir herma að bíllinn sé ætlaður til sölu í Evrópu, í fyrstu að minnsta kosti en verði svo hugsanlega líka í boði vestanhafs.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent