Ung og óreynd en selja best Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2013 00:01 Söluhæsta bílaumboð Fiat í Flórída og fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Fiat bílaumboð Rick Case í Fort Lauderdale í Flórída fer aðrar leiðir en flestir. Þar er besti sölumaðurinn 19 ára innflytjandi frá Jamaica. Fjármálastjórinn er 24 ára fyrrum gjaldkeri og forstjórinn 28 ára og báðar eru þessar stöður mannaðar af konum. Reyndar er enginn starfsmaður eldri en 40 ára. Engu að síður er einmitt þetta tiltekna umboð það söluhæsta í Flórída fylki og það fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Umboð Rick Case opnaði 1. júlí árið 2011 og selur nú um 660 bíla á ári. Engu að síður er samkeppnin hörð, því 6 önnur Fiat umboð eru innan 100 km fjarlægðar. Andinn í fyrirtækinu er mun léttari en almennt gerist í bílaumboðinu, mikið fjör, talsverður hávaði og oft slegið á létta strengi. Margur eldri bílasalinn myndi alls ekki vilja vinna þar, en þeir eru heldur ekki ráðnir. Þó léttleikinn sé til staðar er unnið hörðum höndum en það er alls ekki beðið eftir að kúnninn komi í umboðið og kaupi bíl heldur er starfsfólkið mjög duglegt við að kynna Fiat bílana við allrahanda tækifæri og þeir eru mjög sjáanlegir í samfélaginu. Umboðið er líka mjög sjáanlegt á Facebook-síðu sinni. Í spilaranum hér fyrir ofan má síðan sjá nýlega auglýsingu fyrir Fiat 500 sem gengur mjög vel í sölu hjá Rick Case. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent
Söluhæsta bílaumboð Fiat í Flórída og fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Fiat bílaumboð Rick Case í Fort Lauderdale í Flórída fer aðrar leiðir en flestir. Þar er besti sölumaðurinn 19 ára innflytjandi frá Jamaica. Fjármálastjórinn er 24 ára fyrrum gjaldkeri og forstjórinn 28 ára og báðar eru þessar stöður mannaðar af konum. Reyndar er enginn starfsmaður eldri en 40 ára. Engu að síður er einmitt þetta tiltekna umboð það söluhæsta í Flórída fylki og það fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Umboð Rick Case opnaði 1. júlí árið 2011 og selur nú um 660 bíla á ári. Engu að síður er samkeppnin hörð, því 6 önnur Fiat umboð eru innan 100 km fjarlægðar. Andinn í fyrirtækinu er mun léttari en almennt gerist í bílaumboðinu, mikið fjör, talsverður hávaði og oft slegið á létta strengi. Margur eldri bílasalinn myndi alls ekki vilja vinna þar, en þeir eru heldur ekki ráðnir. Þó léttleikinn sé til staðar er unnið hörðum höndum en það er alls ekki beðið eftir að kúnninn komi í umboðið og kaupi bíl heldur er starfsfólkið mjög duglegt við að kynna Fiat bílana við allrahanda tækifæri og þeir eru mjög sjáanlegir í samfélaginu. Umboðið er líka mjög sjáanlegt á Facebook-síðu sinni. Í spilaranum hér fyrir ofan má síðan sjá nýlega auglýsingu fyrir Fiat 500 sem gengur mjög vel í sölu hjá Rick Case.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent