Range Rover þakinn 57.412 smápeningum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2013 11:30 Á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Hvar annarsstaðar gera menn svona en í Arabalöndunum? Ekki skortir þar að minnsta kosti fé til þessháttar hluta, en eiganda þessa Range Rover munaði lítið um þær 57.412 smámyntir sem þekja ytra byrði hans. Smámyntirnar eru frá Qatar, Kuwait, Oman og Saudi Arabíu og fá fánar þeirra þjóða einnig sess viðsvegar um bílinn. Ekki fylgir sögunni hversu mikið hann þyngist við þennan gjörning, en það hlýtur að vera umtalsvert. Niðurstaðan er hinsvegar einn alljótasti Range Rover sem sögur fara af og mikil synd að fara svona með fallegan bíl. En á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Í myndskeiðinu hér að ofan má virða betur fyrir sér afrakstur þessarar sérstæðu límingarvinnu. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Hvar annarsstaðar gera menn svona en í Arabalöndunum? Ekki skortir þar að minnsta kosti fé til þessháttar hluta, en eiganda þessa Range Rover munaði lítið um þær 57.412 smámyntir sem þekja ytra byrði hans. Smámyntirnar eru frá Qatar, Kuwait, Oman og Saudi Arabíu og fá fánar þeirra þjóða einnig sess viðsvegar um bílinn. Ekki fylgir sögunni hversu mikið hann þyngist við þennan gjörning, en það hlýtur að vera umtalsvert. Niðurstaðan er hinsvegar einn alljótasti Range Rover sem sögur fara af og mikil synd að fara svona með fallegan bíl. En á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Í myndskeiðinu hér að ofan má virða betur fyrir sér afrakstur þessarar sérstæðu límingarvinnu.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent