Viðskipti erlent

ECB hættir að styðja banka á Kýpur á mánudaginn

Evrópski seðlabankinn (ECB) mun ekki styðja við bakið á bönkum á Kýpur lengur en fram á mánudag í næstu viku.

Eftir það mun seðlabankinn ekki veita bönkunum á eyjunni frekara fé nema samkomulag sé komið í höfn um neyðarlánið frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabankanum. Á sama tíma segja fjármálaráðherrar evrusvæðisins að Kýpur hafi skapað kerfisáhættu á svæðinu.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að svo virðist sem einhver niðurstaða sé að koma í viðræðum leiðtoga Kýpur við rússneska ráðamenn um fjárstuðning frá Rússlandi til eyjarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×