„Dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar“ Höskuldur Kári Schram skrifar 31. mars 2013 12:06 Mynd/Örn Arnarson Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap." Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap."
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira