Hyundai pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2013 10:45 Gæti pallbíll Hyundai litið einhvernveginn svona út? Væri ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað í fyrstu. S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai státar orðið af sístækkandi breiðri línu bíla, en þó ekki pallbíla hingað til. Það gæti þó breyst innan tíðar því hönnuðir Hyundai hafa fengið það verkefni að skapa pallbíl sem beint verður sérstaklega að Bandaríkjamarkaði. Hversu stór hann verður er ekki enn ljóst, en greinilegt er að til greina komi frekar smávaxinn pallbíll öndvert við pallbíla bandarísku framleiðendanna, en slíkur bíll gæti einnig átt mikið erindi á öðrum mörkuðum en í Bandaríkjunum. Hyundai segir að smíði pallbíla verði seint mikilvæg fyrirtækinu, en sjálfsagt sé að taka þátt í góðri sölu þeirra á ýmsum mörkuðum. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent
Væri ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað í fyrstu. S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai státar orðið af sístækkandi breiðri línu bíla, en þó ekki pallbíla hingað til. Það gæti þó breyst innan tíðar því hönnuðir Hyundai hafa fengið það verkefni að skapa pallbíl sem beint verður sérstaklega að Bandaríkjamarkaði. Hversu stór hann verður er ekki enn ljóst, en greinilegt er að til greina komi frekar smávaxinn pallbíll öndvert við pallbíla bandarísku framleiðendanna, en slíkur bíll gæti einnig átt mikið erindi á öðrum mörkuðum en í Bandaríkjunum. Hyundai segir að smíði pallbíla verði seint mikilvæg fyrirtækinu, en sjálfsagt sé að taka þátt í góðri sölu þeirra á ýmsum mörkuðum.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent