Land Rover eykur álnotkun Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2013 09:59 Allir bílar Land Rover verða brátt smíðaðir úr áli, nema Evoque og LR2. Land Rover endurnýjar bíla sína hratt þessa dagana og falleg hönnun, mikill tæknibúnaður og smækkandi vélar eru áberandi í þróun þeirra, en síður úr hverju þeir eru smíðaðir. Land Rover hefur hallað sér undanfarið mikið að notkun áls til að létta bíla sína og Range Rover léttist til dæmis um 420 kíló milli kynslóða þess vegna. Land Rover ætlar síst af öllu að láta staðar numið þar, heldur mun auka verulega notkun áls við smíði fleiri bílgerða. Brátt verða allir bílar Land Rover, nema Evoque og LR2, með grind úr áli líkt og er í nýjum Range Rover og Range Rover Sport. Land Rover setur brátt á markað lengri gerð af Range Rover sem sérstaklega er beint að Kínamarkaði. Þessi lengri gerð Range Rover á sér þó sögulega skírskotun því fyrsta kynslóð Range Rover var einmitt einnig í boði í lengri gerð. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent
Allir bílar Land Rover verða brátt smíðaðir úr áli, nema Evoque og LR2. Land Rover endurnýjar bíla sína hratt þessa dagana og falleg hönnun, mikill tæknibúnaður og smækkandi vélar eru áberandi í þróun þeirra, en síður úr hverju þeir eru smíðaðir. Land Rover hefur hallað sér undanfarið mikið að notkun áls til að létta bíla sína og Range Rover léttist til dæmis um 420 kíló milli kynslóða þess vegna. Land Rover ætlar síst af öllu að láta staðar numið þar, heldur mun auka verulega notkun áls við smíði fleiri bílgerða. Brátt verða allir bílar Land Rover, nema Evoque og LR2, með grind úr áli líkt og er í nýjum Range Rover og Range Rover Sport. Land Rover setur brátt á markað lengri gerð af Range Rover sem sérstaklega er beint að Kínamarkaði. Þessi lengri gerð Range Rover á sér þó sögulega skírskotun því fyrsta kynslóð Range Rover var einmitt einnig í boði í lengri gerð.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent