GM hefur 4% forskot á Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 08:45 Chevrolet SS mun seint verða stór hluti sölu GM, en hjálpar þó til GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent