Viðskipti erlent

AGS dregur úr væntingum um hagvöxt í Evrópu og heiminum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur dregið úr væntingum sínum um hagvöxt í Evrópu og heiminum.

Í nýju áliti frá sjóðnum kemur fram að nú geri hann ráð fyrir samdrætti í landsframleiðslunni á evrusvæðinu upp á 0,3% í ár. Í fyrra áliti taldi AGS að samdrátturinn yrði 0,1%.

Hvað heiminn í heild varðar segir AGS að hagvöxturinn verði 3,3% í ár en sjóðurinn gerði ráð fyrir 3,5% hagvexti áður. Hvað Bandaríkin varðar mun hagvöxturinn verða 1,9% í ár að mati AGS en sjóðurinn var áður búinn að spá 2,1% hagvexti þar í landi í ár.

Það er samt bjart framundan á næsta ári að mati AGS. Sjóðurinn gerir áfram ráð fyrir 1,1% hagvexti á evrusvæðinu á næsta ári, 3% hagvexti í Bandaríkjunum og 4% hagvexti í heiminum í heild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×