Opel selur vel í Rússlandi og Tyrklandi Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 14:30 Svalur Opel Astra OPC General Motors teflir Opel og Chevrolet bílum fram á mismunandi mörkuðum. Ímynd Opel í Rússlandi og Tyrklandi er góð og þarlendir sjá Opel merkið sem þýskt lúxusmerki. Þó að bílamarkaðurinn í Rússlandi vaxi hratt vex sala Opel þar helmingi hraðar og seldi Opel þar 80.000 bíla í fyrra. Innan fárra ára gæti salan í Rússlandi slegið við sölunni í heimalandinu Þýskalandi. Ekki ósvipaða sögu er að segja frá Tyrklandi og seldi Opel 50.000 bíla þar í fyrra. Opel leggur einnig mikla áherslu á markaðina í Ástralíu, Chile, Singapore og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Opel lætur kínverska markaðinn alveg í friði og lætur Chevrolet bílum þar sviðið eftir, en bæði merkin eru í eigu General Motors. General Motors hefur uppi stórar áætanir fyrir Opel þrátt fyrir slæmt gengi GM í Evrópu og ætlar að kynna 23 nýja eða breytta Opel bíla til ársins 2016. GM hefur tapað 18 milljörðum dollara á rekstri sínum í Evrópu frá árinu 1999 og þar af 1,8 milljarði í fyrra. Opel á stóran þátt í öllu þessu tapi. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent
General Motors teflir Opel og Chevrolet bílum fram á mismunandi mörkuðum. Ímynd Opel í Rússlandi og Tyrklandi er góð og þarlendir sjá Opel merkið sem þýskt lúxusmerki. Þó að bílamarkaðurinn í Rússlandi vaxi hratt vex sala Opel þar helmingi hraðar og seldi Opel þar 80.000 bíla í fyrra. Innan fárra ára gæti salan í Rússlandi slegið við sölunni í heimalandinu Þýskalandi. Ekki ósvipaða sögu er að segja frá Tyrklandi og seldi Opel 50.000 bíla þar í fyrra. Opel leggur einnig mikla áherslu á markaðina í Ástralíu, Chile, Singapore og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Opel lætur kínverska markaðinn alveg í friði og lætur Chevrolet bílum þar sviðið eftir, en bæði merkin eru í eigu General Motors. General Motors hefur uppi stórar áætanir fyrir Opel þrátt fyrir slæmt gengi GM í Evrópu og ætlar að kynna 23 nýja eða breytta Opel bíla til ársins 2016. GM hefur tapað 18 milljörðum dollara á rekstri sínum í Evrópu frá árinu 1999 og þar af 1,8 milljarði í fyrra. Opel á stóran þátt í öllu þessu tapi.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent