GM sló við Volkswagen í Kína Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2013 08:45 Chevrolet Cruze er einn bíla General Motors Sala Hyundai og Kia bíla jókst þó mest, eða um 41%. General Motors náði að selja flesta bíla allra erlendra bílaframleiðenda í Kína á nýliðnum fyrsta fjórðungi ársins. Þrjá ársfjórðunga þar á undan hafði Volkswagen verið í toppsætinu. Það er ekki um neinar smátölur að ræða þegar kemur að sölunni í Kína enda er Kína stærsti bílamarkaður heims og þar er gert ráð fyrir 20 milljón bíla sölu á þessu ári, en 15 milljónum í Bandaríkjunum. General Motors seldi 815.000 bíla en Volkswagen 770.000 bíla. Það sem helst hjálpaði GM var góð sala Buick bíla. Ford seldi 186.000 bíla og hoppaði uppfyrir Toyota í sölu í fyrsta skipti í Kína. Toyota, Nissan og Honda þurftu öll að horfa upp minnkaða sölu milli ára, sem er afleiðing milliríkjadeilu Kína og Japan. Hyundai og Kia bílar seldust í 260.000 eintökum og sala þeirra jókst mest allra bílaframleiðenda, eða um 41%. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent
Sala Hyundai og Kia bíla jókst þó mest, eða um 41%. General Motors náði að selja flesta bíla allra erlendra bílaframleiðenda í Kína á nýliðnum fyrsta fjórðungi ársins. Þrjá ársfjórðunga þar á undan hafði Volkswagen verið í toppsætinu. Það er ekki um neinar smátölur að ræða þegar kemur að sölunni í Kína enda er Kína stærsti bílamarkaður heims og þar er gert ráð fyrir 20 milljón bíla sölu á þessu ári, en 15 milljónum í Bandaríkjunum. General Motors seldi 815.000 bíla en Volkswagen 770.000 bíla. Það sem helst hjálpaði GM var góð sala Buick bíla. Ford seldi 186.000 bíla og hoppaði uppfyrir Toyota í sölu í fyrsta skipti í Kína. Toyota, Nissan og Honda þurftu öll að horfa upp minnkaða sölu milli ára, sem er afleiðing milliríkjadeilu Kína og Japan. Hyundai og Kia bílar seldust í 260.000 eintökum og sala þeirra jókst mest allra bílaframleiðenda, eða um 41%.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent