Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2013 07:50 Gullbjörninn Jack Nicklaus. Nordicphotos/Getty Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. Nicklaus vann átján risamót í golfi á sínum tíma en Tiger hefur unnið fjórtán. Sá síðasti kom í hús á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 en síðan þá hafa aðrir kylfingar skipst á að handleika verðlaunagripina á stóru mótunum. Nicklaus ræddi við blaðamenn í aðdraganda Masters-mótsins sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíufylki á morgun. Virtist Nicklaus ekki alveg með þurrkatíð Tiger á hreinu. „Í alvöru? Það er frekar langur tími," sagði Nicklaus um fimm ára bið Tiger. „Hann verður að ráða fram úr þessu. En ef honum tekst það hér verður það mikil hvatning fyrir hann. Miðað við spilamennsku hans í vor gæti tímabilið orðið erfitt falli hlutirnir ekki með honum hérna," sagði Nicklaus. Margir reikna með því að Tiger vinni sigur á mótinu. Hann ætti að vera fullur sjálfstrausts eftir þrjá sigra í fimm tilraunum á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Hann veit líka hvað þarf til enda fjórum sinnum klæðst jakkanum græna í mótslok á Augusta. „Ég hef sagt það áður og geri það áfram. Ég reikna enn með því að hann bæti metið mitt," sagði Nicklaus. Masters hefst óformlega í kvöld þegar hin stórskemmtilega Par 3 keppni fer fram. Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport & HD. Útsending hefst klukkan 19.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45 Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. 9. apríl 2013 13:50 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. Nicklaus vann átján risamót í golfi á sínum tíma en Tiger hefur unnið fjórtán. Sá síðasti kom í hús á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 en síðan þá hafa aðrir kylfingar skipst á að handleika verðlaunagripina á stóru mótunum. Nicklaus ræddi við blaðamenn í aðdraganda Masters-mótsins sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíufylki á morgun. Virtist Nicklaus ekki alveg með þurrkatíð Tiger á hreinu. „Í alvöru? Það er frekar langur tími," sagði Nicklaus um fimm ára bið Tiger. „Hann verður að ráða fram úr þessu. En ef honum tekst það hér verður það mikil hvatning fyrir hann. Miðað við spilamennsku hans í vor gæti tímabilið orðið erfitt falli hlutirnir ekki með honum hérna," sagði Nicklaus. Margir reikna með því að Tiger vinni sigur á mótinu. Hann ætti að vera fullur sjálfstrausts eftir þrjá sigra í fimm tilraunum á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Hann veit líka hvað þarf til enda fjórum sinnum klæðst jakkanum græna í mótslok á Augusta. „Ég hef sagt það áður og geri það áfram. Ég reikna enn með því að hann bæti metið mitt," sagði Nicklaus. Masters hefst óformlega í kvöld þegar hin stórskemmtilega Par 3 keppni fer fram. Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport & HD. Útsending hefst klukkan 19.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45 Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. 9. apríl 2013 13:50 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31
Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45
Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. 9. apríl 2013 13:50