Stolni Malibu Tarantino úr Pulp Fiction fundinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 16:19 John Travolta undir stýri á Malibu bílnum Fannst af lögreglunni fyrir tilviljun er hún leitaði að öðrum bíl. Skömmu eftir að tökum á myndinni Pulp Fiction lauk fyrir 19 árum var bílnum þeim sem John Travolta ók í myndinni, Chevrolet Malibu árgerð 1964, stolið. Eigandi bílsins var leikstjóri myndarinnar, Quentin Tarantino. Fátt hefur spurst af honum síðan, þangað til um daginn að lögreglan fann hann fyrir tilviljun við rannsókn á öðrum bíl sömu gerðar. Komið hafði í ljós að framleiðslunúmerum bílanna hafði verið skipt, sem er þekkt aðfeð bílaþjófa. Sá sem hafði stolna bílinn undir höndum hafði keypt hann grunlaus um þjófnaðinn og hann því alls ekki sekur í málinu. Því er ekki ljóst hvort Tarantino endurheimtir bílinn, að minnsta kosti er hann ekki kominn í hendur hans enn. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent
Fannst af lögreglunni fyrir tilviljun er hún leitaði að öðrum bíl. Skömmu eftir að tökum á myndinni Pulp Fiction lauk fyrir 19 árum var bílnum þeim sem John Travolta ók í myndinni, Chevrolet Malibu árgerð 1964, stolið. Eigandi bílsins var leikstjóri myndarinnar, Quentin Tarantino. Fátt hefur spurst af honum síðan, þangað til um daginn að lögreglan fann hann fyrir tilviljun við rannsókn á öðrum bíl sömu gerðar. Komið hafði í ljós að framleiðslunúmerum bílanna hafði verið skipt, sem er þekkt aðfeð bílaþjófa. Sá sem hafði stolna bílinn undir höndum hafði keypt hann grunlaus um þjófnaðinn og hann því alls ekki sekur í málinu. Því er ekki ljóst hvort Tarantino endurheimtir bílinn, að minnsta kosti er hann ekki kominn í hendur hans enn.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent