Mercedes Benz og Aston Martin í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 16:20 Aston martin Vanquish Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent