Bieber fékk 6 hraðasektir í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 13:44 Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Eins ágætur söngvari og Kanadabúinn og ungmeyjartryllirinn Justin Bieber er virðist hann slæmur ökumaður. Á ferð sinni um olíuríkið Dubai um daginn raðaði hann upp hraðasektum sem virðist þó skiljanlegt í ljósi hvers konar bíl hann ók þar. Bíllinn sá er Lamborghini Aventador og er í eigu söngvarans unga. Í Dubai eru margar hraðamyndavélar við þjóðvegina og tóku þær myndir ótt og títt af Bieber, eins og hann á reyndar að venjast á ferðum sínum. Þessar myndir voru þó ekki til þess eins að hengja upp á vegg heldur verða notaðar til að minnka ríkidæmi ungstirnisins. Að auki varð lögreglan í Dubai vitni af hraðakstri Bieber og reyndi að stöðva hann án árangurs, en bíll Biebers er líklega hraðskreiðari en flestir bílar lögreglunnar. Þó herma fréttir að lögreglan þar í landi eigi einn eins bíl og Bieber, Lamborghini Aventador, auk Aston Martin bíls. Það skal virt Bieber til vorkunnar að hraðaksturinn var ekki til einskis en hann var víst orðinn alltof seinn til eigin tónleika.Lamborghini Aventador
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent