Ford sækir á í tvinnbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2013 17:00 Ford C-Max Hybrid Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent