Mazda RX-7 í fjallaklifri með 750 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2013 11:30 Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent