Viðskipti erlent

Peningarnir flæða inn í kassann hjá Lego

Peningarnir flæða inn í kassan hjá danska leikfangarisanum Lego. Hagnaður Lego á síðasta ári nam tæpum 6,3 milljörðum danskra kr. eða tæplega 130 milljörðum króna eftir skatta. Þetta er hátt í tvöfalt meiri hagnaður en árið áður.

Í frétt um uppgjörið í Jyllands Posten segir að eigendu Lego séu að vonum ánægðir með niðurstöðuna. Sören Th. Sörensen forstjóri Kirkbi A/S sem er móðurfélag Lego segir að fyrir utan góða söluaukningu á kubbunum sem Lego er þekktast fyrir hafi aðrar fjárfestingar þeirra einnig gefið vel af sér á árinu.

Niðurstaðan af ársuppgjörinu þýðir að eigið fé Kirkbi A/S er komið í 29,6 milljarða danskra kr. og jókst um rúma sex milljarða danskra kr. milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×