Alcoa stækkar í BNA vegna álnotkunar í bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2013 08:45 Ford ætlar að auka stórlega álnotkun í F-150 pallbílinn Allir bílaframleiðendur ætla að auka álnotkun í bíla sína. Álrisinn Alcoa ætlar að stækka álverksmiðju sína í Tennessee fylki í Bandaríkjunum til að mæta síaukinni eftirspurn eftir áli frá bílaframleiðendum. Alcoa, sem á einnig álverið í Reyðarfirði, ætlar að verja 32 milljörðum króna til stækkunarinnar. Stækkunin mun klárast á þessu ári, en Alco lokaði öðru álveri í nágrenni Tennessy City á síðasta ári og varð af 531.000 tonna álframleiðslu. Með áformum flestra bílaframleiðenda að minnka þyngd bíla sinna eykst eftirspurnin. GM áformar að létta alla sína bíla um 15% fram til ársins 2016 og Ford ætlar að taka 113 til 340 kíló af sínum bílum og til þess að svo megi verði þarf að skipta miklu af stáli út fyrir ál. Alcoa er í viðskiptum við alla bílaframleiðendur í Bandaríkjunum og barist er um álið. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Allir bílaframleiðendur ætla að auka álnotkun í bíla sína. Álrisinn Alcoa ætlar að stækka álverksmiðju sína í Tennessee fylki í Bandaríkjunum til að mæta síaukinni eftirspurn eftir áli frá bílaframleiðendum. Alcoa, sem á einnig álverið í Reyðarfirði, ætlar að verja 32 milljörðum króna til stækkunarinnar. Stækkunin mun klárast á þessu ári, en Alco lokaði öðru álveri í nágrenni Tennessy City á síðasta ári og varð af 531.000 tonna álframleiðslu. Með áformum flestra bílaframleiðenda að minnka þyngd bíla sinna eykst eftirspurnin. GM áformar að létta alla sína bíla um 15% fram til ársins 2016 og Ford ætlar að taka 113 til 340 kíló af sínum bílum og til þess að svo megi verði þarf að skipta miklu af stáli út fyrir ál. Alcoa er í viðskiptum við alla bílaframleiðendur í Bandaríkjunum og barist er um álið.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent