Flugukastkeppni á afmælisári Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2013 10:19 Guðrún Una Jónsdóttir er formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. Mynd / Úr einkasafni. Stangaveiðifélag Akureyrar sem er tíu ára á þessu ári hyggst meðal annars minnast tímamótanna með flugukastkeppni við Leirutjörn. Stangaveiðifélag Akureyrar var stofnað á Hótel KEA í maí 2003 að viðstöddu fjölmenni að því er segir á heimasíðu félagsins. "Af þessu tilefni langar stjórn SVAK að blása til afmælisfagnaðar 1. júní næstkomandi í þeirri von að þá verði allur snjór á bak og burt og gráðustokkurinn kominn vel í plús," segir á svak.is þar sem menn eru beðnir að taka endilega daginn frá til að fagna með félaginu. Afmælisfagnaður byrjar við Leirutjörn 1. júní þar sem meðal annars verður flugukastkeppni og grillveisla. Um kvöldið er síðan veisla í Zontahúsinu. Þar verður saga Stangaveiðifélags Akureyrar rakin í máli og myndum og verðlaun veitt fyrir bestu veiðisöguna. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði
Stangaveiðifélag Akureyrar sem er tíu ára á þessu ári hyggst meðal annars minnast tímamótanna með flugukastkeppni við Leirutjörn. Stangaveiðifélag Akureyrar var stofnað á Hótel KEA í maí 2003 að viðstöddu fjölmenni að því er segir á heimasíðu félagsins. "Af þessu tilefni langar stjórn SVAK að blása til afmælisfagnaðar 1. júní næstkomandi í þeirri von að þá verði allur snjór á bak og burt og gráðustokkurinn kominn vel í plús," segir á svak.is þar sem menn eru beðnir að taka endilega daginn frá til að fagna með félaginu. Afmælisfagnaður byrjar við Leirutjörn 1. júní þar sem meðal annars verður flugukastkeppni og grillveisla. Um kvöldið er síðan veisla í Zontahúsinu. Þar verður saga Stangaveiðifélags Akureyrar rakin í máli og myndum og verðlaun veitt fyrir bestu veiðisöguna.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði