Maserati og Ferrari kjást á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2013 14:45 Þar etja saman kappi 755 og 840 hestafla ofurkerrur. Það er vegna svona myndskeiða sem skilja má tilvist og vinsældir Youtube vefsins en hér má sjá Maserati MC12 Corsa keppa við Ferrari Enzo ZXX á Nürburgring brautinni. Þarna eru engir kettlingar á ferð en Maserati bíllinn er með 6,0 lítra V12 vél, 755 hestafla og Ferrari bíllin nær 840 hestöflum úr 6,3 lítra V12 vél sinni, samtals 1.595 hestöfl sett með afli ofaní malbikið. Ástæðulaust er að segja frá því hver þeirra hefur sigur, það spillir gleðinni. Hinn frægi kvenökumaður, Sabine Schmitz ekur Ferrari bílnum en ónefndur Kanadabúi Maserati bílnum og þau kunna að taka á bílum sínum. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent
Þar etja saman kappi 755 og 840 hestafla ofurkerrur. Það er vegna svona myndskeiða sem skilja má tilvist og vinsældir Youtube vefsins en hér má sjá Maserati MC12 Corsa keppa við Ferrari Enzo ZXX á Nürburgring brautinni. Þarna eru engir kettlingar á ferð en Maserati bíllinn er með 6,0 lítra V12 vél, 755 hestafla og Ferrari bíllin nær 840 hestöflum úr 6,3 lítra V12 vél sinni, samtals 1.595 hestöfl sett með afli ofaní malbikið. Ástæðulaust er að segja frá því hver þeirra hefur sigur, það spillir gleðinni. Hinn frægi kvenökumaður, Sabine Schmitz ekur Ferrari bílnum en ónefndur Kanadabúi Maserati bílnum og þau kunna að taka á bílum sínum.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent