Þvílík klaufska mótorhjólamanns! Finnur Thorlacius skrifar 1. maí 2013 10:57 Ekur niður tvo reiðhjólamenn og gerir enga tilraun til að sneiða hjá þeim. Það verður að teljast með nokkrum ólíkindum að enginn hafi slasast alvarlega þegar þessi klaufski mótorhjólamaður ekur niður tvo reiðhjólamenn. Það sem mest furðu vekur er að mótorhjólamaðurinn er alls ekki á of miklum hraða heldur virðist hann hreinlega stirðna upp við að sjá hjólreiðamennina og gerir í raun enga tilraun til þess að sneiða hjá þeim heldur ekur rakleiðis aftan á þá. Atvik þetta gerðist á Mulholland Highway í Kaliforníu og er alveg fáránlegt til áhorfs. Einhverjum gæti jafnvel dottið í hug að mótorhjólamaðurinn sé að aka hjólreiðamennina niður viljandi, en svo er líklega ekki. Atvikið er hinsvegar góð viðvörun fyrir ökumenn nú er sumar gengur brátt í garð og hjólreiðafólki fer fjölgandi á götunum. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent
Ekur niður tvo reiðhjólamenn og gerir enga tilraun til að sneiða hjá þeim. Það verður að teljast með nokkrum ólíkindum að enginn hafi slasast alvarlega þegar þessi klaufski mótorhjólamaður ekur niður tvo reiðhjólamenn. Það sem mest furðu vekur er að mótorhjólamaðurinn er alls ekki á of miklum hraða heldur virðist hann hreinlega stirðna upp við að sjá hjólreiðamennina og gerir í raun enga tilraun til þess að sneiða hjá þeim heldur ekur rakleiðis aftan á þá. Atvik þetta gerðist á Mulholland Highway í Kaliforníu og er alveg fáránlegt til áhorfs. Einhverjum gæti jafnvel dottið í hug að mótorhjólamaðurinn sé að aka hjólreiðamennina niður viljandi, en svo er líklega ekki. Atvikið er hinsvegar góð viðvörun fyrir ökumenn nú er sumar gengur brátt í garð og hjólreiðafólki fer fjölgandi á götunum.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent