Tæknivæddur S-Class 18. maí 2013 16:34 Mercedes-Benz frumsýndi flaggskipið S-Class við hátíðlega athöfn í Hamborg á miðvikudagskvöldið. Benz telur S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Í S-Class eru myndavélar og ratsjárskynjarar sem skanna veginn og akreinar umhverfis bílinn. Búnaðurinn skynjar þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða og varar ökumann við yfirvofandi hættu. Hann veit þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti bremsað og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara vegfarendur við yfirvofandi hættu. S-Class getur að auki beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina á bílnum vegna þreytu. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent
Mercedes-Benz frumsýndi flaggskipið S-Class við hátíðlega athöfn í Hamborg á miðvikudagskvöldið. Benz telur S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Í S-Class eru myndavélar og ratsjárskynjarar sem skanna veginn og akreinar umhverfis bílinn. Búnaðurinn skynjar þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða og varar ökumann við yfirvofandi hættu. Hann veit þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti bremsað og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara vegfarendur við yfirvofandi hættu. S-Class getur að auki beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina á bílnum vegna þreytu.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent