Móðir elti barnsræningja og klessukeyrði bíl hans Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 09:15 Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent
Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent