100.000 Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 10:45 Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent
Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent