Viðskipti erlent

Gallalaus demantur seldur á 3,3 milljarða

Metverð fékkst fyrir gallalausan 101 karata perulaga demant á uppboði hjá Chrisitie´s í Genf í gærdag.

Demantur þessi var sleginn á tæpar 27 milljónir dollara eða um 3,3 milljarða króna. Dematurinn, sem fannst í námu í Botswana, er sá stærsti í sögunni sem seldur hefur verið á uppboði. Það var úra- og skartgripaverslunin Harry Winston sem keypti demantinn.

Fyrra met fyrir demant á uppboði var sett í fyrra þegar 21 milljón dollara fengust fyrir demantinn Archduke Joseph. Sá demantur er 76 karöt að stærð og var eitt sinn í eigu Hapsburg ættarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×