Viðskipti erlent

Svissneski lyfjarisinn Novartis íhugar tilboð í Actavis

Wall Street Journal greinir frá því í dag að svissneski lyfjarisinn Novartis sé að íhuga að gera tilboð í Actavis.

Fram kemur í frétt Wall Street Journal að Actavis hafi þegar hafnað þreifingum frá tveimur öðrum lyfjafyrirtækjum, það er Mylan og Valeant. Yfirtökutilboð Mylan hljóðaði upp á 15 milljarða dollara en í frétt Wall Street Journal segir að verðmiðinn á Actavis sé kominn í 16 milljarða dollara eða um 1.960 milljarða króna.

Fram kemur að Mylan og Valeant hafi ekki gefist upp á að eignast Actavis og séu að íhuga næstu skref í málinu.

Gengi hluta í Actavis hefur hækkað stöðugt frá því að fregnir fóru að berast um áhuga annarra lyfjafyrirtækja á að kaupa eða yfirtaka Actavis. Gengið hækkaði um 1,8% í gærdag og hefur því hækkað um 14% frá því að Actavis sameinaðist Watson Pharmaceuticals í apríl.

Björgólfur Thor Björgólfsson nýtur góðs af þessum hækkunum á gengi hluta í Actavis. Þegar Actavis og Watson sameinuðust var eign Björgólfs Thors í hinu nýja félagi metin á 60 milljarða króna. Eigin hefur því vaxið í verði um nær 8,5 milljarða króna á innan við mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×